Haust í dalnum (2022)
Instrumentation: SATB choir
Haust í dalnum (Autumn in the valley) is a short piece for choir on the following poem by Guðmundur Daníelsson
Jörðin grætur, haustsins harmur
hljóður býr um dalsins grund.
Nú er frosinn foldarbarmur,
fellur líf í dauðans blund.
Nú er mjúkur móðurarmur
:,: magnlaus til að græða und. :,:Kalin fjöll í kylju stynja.
Klettablómið hnígur nár.
Skýjahallir skáldsins hrynja.
Skuggar dökkna. Falla tár.
Út við sanda sæflögð drynja.
:,: Sveiflar vængjum hvítur már. :,:Máninn varpar bleikum bjarma
á birkihlíð og mýrarsund.
Tregar mildan vorsins varma
visin fjóla í skógarlund.
Jörðin grætur. Haustsins harma
:,: hrímguð geymir dalsins grund. :,: